Um kisur

Allt um ketti á öllum aldri

Sérhver köttur
hefur sínar þarfir

thumbnail_378207

Lesið meðal annars um…

Virka ketti
Inniketti
Viðkvæma ketti
Fullorðna ketti
Kettlinga
Virkir kettir

Sjálfstæði katta er alþekkt og það er ekki að ástæðulausu að margir álíti að það sé einfaldlega ekki hægt ala þá upp. En með svolítilli þolinmæði og mikilli ást eru margar leiðir til þess að breyta villta kettinum sínum í ástúðlegan ævintýrakött.

Tamdir kettir eru með marga af sömu eiginleikunum og hinir villtu frændur þeirra – þeir eru sterkar, þrjóskar og sjálfstæðar verur sem finnst gaman að kanna heiminn og upplifa ný ævintýri. Það ætti ekki að koma á óvart að þeir þrói með sér nýjar venjur á hverjum degi og ekki bara góðar venjur. Kettir skilja ekki „rétt og rangt“ en þeir læra fljótt hvenær þeir geta haft ávinning af einhverju. Þeir læra líka af reynslu sinni og það er í raun frekar auðvelt að móta þá.  Ef kötturinn ykkar þróar með sér vana sem þið viljið koma í veg fyrir – hoppar t.d. upp í rúmið eða á matarborðið – eigið þið alltaf að bregðast eins við. Þannig skilur kötturinn það greinilega að það megi ekki haga sér þannig. Kötturinn tengir viðbrögðin við aðstæðurnar og hættir þessari hegðun. Það er þó mikilvægt að þið séuð sjálfum ykkur samkvæm þar sem ein lítil undantekning getur þýtt að margra vikna þjálfun sé að engu orðin.
Gætið þess að það sé ekki neitt sem fær köttinn ykkar til að hirða ekki um reglurnar. Hann lærir líklega fljótt að hann má ekki hoppa upp á borðið þegar þið eruð þar en ef þið látið gómsæta samloku liggja á eldhúsborðinu eigið þið á hættu að kötturinn stökkvi upp á það meðan þið snúið baki í hann. Það er alveg eins líklegt að kötturinn líti á ykkur með sakleysislegu augnaráði þegar þið áttið ykkur á því hvað hann hefur gert. Það er mikilvægt að skilja hvernig heili kattarins starfar, sama hvað hann er töfrandi.

Það er lykilatriði að leiða athygli hans frá þessu, umbuna og hvetja köttinn ykkar í stað þess að refsa honum. Eftir ákveðið „nei“ eigið þið að umbuna kettinum þegar hann hoppar niður af borðinu. Ef það dugar ekki að vera ákveðinn getið þið annaðhvort klappað saman höndunum eða blístrað til að hræða köttinn og draga athygli hans frá því sem hann má ekki gera. Þið getið líka skrjáfað með pappír og ef ekkert annað dugar getið þið prófað vatnsbyssu. En hafið ekki áhyggjur, kötturinn tengir viðbrögðin við aðstæðurnar, ekki ykkur. Þið megið þó ekki undir neinum kringumstæðum slá köttinn. Fyrir utan það hvað það er illgjarnt mun kötturinn ekki lengur treysta ykkur og getur auk þess orðið hræddur við ykkur. Þið megið ekki halda að þjálfuninni sé lokið þegar þið yfirgefið húsið. Með því að þekja yfirborð með óþægilegum en hættulausum efnum lærir kötturinn fljótt hvar hann má vera og hvar hann má ekki vera. Prófið að setja klístrað límband á matarborðið, plastdúk yfir rúmið og smásteina eða pipar í blómapottana. Síðast en ekki síst þurfið þið alltaf að vera þolinmóð og megið ekki vera reið við köttinn. Þið eruð þrátt fyrir allt hans eina fyrirmynd!

Í stuttu máli

  • Dragið athygli frá, hvetjið og umbunið – refsið ekki
  • Sláið aldrei köttinn ykkar
  • Munið að haga ykkur sem fyrirmynd
  • Bregðist hratt við slæmum venjum og verið samkvæm sjálfum ykkur

Innikettir

Sjálfsánægð sófaljón sem lifa inni þarfnast sérstakrar umhirðu. Öfugt við útiketti þurfa innikettir að upplifa ævintýri á heimilinu. Þess vegna er mikilvægt að eigendur þeirra veiti þeim tilbreytingu og geri lífið heima spennandi fyrir þá.

Skemmtið kettinum ykkar með gríni og glensi. Margir kettir eru ánægðir með að vera alltaf inni og vilja ekki fara út. Menn verða samt að muna að gera reglulegar breytingar og láta köttinn hafa eitthvað að gera þannig að hann haldi áfram að vera glaður.

Ánægðir innikettir nota meiri tíma í að borða og sofa en í líkamlega virkni og þess vegna þurfa þeir miklu minni orku en kettir sem eyða miklum tíma úti. Þeir eru samt með nákvæmlega sama veiðieðlið og því er mikilvægt að gefa kettinum sínum tækifæri til að nota það. Ef maður leikur reglulega leiki sem ganga út á að veiða heldur maður veiðieðli kattarins við og kemur í veg fyrir slæmt skap og undarlega hegðun.

Það eru til margs konar sérhönnuð leikföng sem kettir eru hrifnir af en það er líka hægt að búa til leikföng úr venjulegum hlutum eins og úr krumpuðum pappír, bandi eða litlum, mjúkum boltum. Þannig einfaldir hlutir geta veitt fjórfætta vini ykkar ómælda ánægju.

Innikettir eyða meiri tíma í að hirða sig þannig að þeir gleypa oft hár sem safnast saman og getur orðið að ertandi hárboltum. Kattarjurt er tilvalin lausn – hin trefjaríka samsetning veldur því að kötturinn á auðvelt með að losa sig við hárið. Þið getið líka gefið kettinum ykkar sérhannað fóður fyrir inniketti, t.d. PERFECT FIT™ In-Home sem inniheldur efni sem stuðla að því að hárboltar myndist ekki.

Í stuttu máli

  • Veiðileikir fullnægja náttúrulegri eðlishvöt kattarins.
  • Krumpaður pappír, löng bönd og litlir boltar eru góð leikföng.
  • Innikettir eru hrifnir af kattarjurt – hún hjálpar þeim að losa sig við hárbolta.
  • Það er líka hægt að vinna gegn hárboltum með því að gefa kettinum fóður sem er sérhannað fyrir inniketti.

Viðkvæmir kettir

Köttur, sem þolir ekki venjulegt fóður eða er með viðkvæm meltingarfæri, getur brugðist misjafnlega við vissum tegundum af fóðri. Hér getið þið fengið ráðleggingar um það hvernig best sé fyrir ykkur að annast viðkvæma köttinn ykkar.

Margir kettir eru með sérstaklega viðkvæm meltingarfæri og eru oft með lausar hægðir
eða þjást af niðurgangi. Þeir þurfa að fá mat sem er auðmeltur og er laus við efni sem eru þekkt fyrir að valda meltingartruflunum hjá ákveðnum köttum, eins og t.d. hveiti og soja. Takið eftir hvaða mat kötturinn ykkar á erfitt með að melta og reynið að forðast hann. Kettir, sem eyða miklum tíma úti, borða líka mat sem þeir finna úti í náttúrunni. Þið skuluð því reyna eins og mögulegt er að fylgjast með því hvað þeir borða þegar þeir eru úti. Við mannfólkið leitumst við að hafa matinn eins fjölbreyttan og við getum en þannig er það ekki hjá köttum. Það er reyndar alveg hið gagnstæða. Þið eigið alltaf að gefa litla, viðkvæma vini ykkar sama matinn og sjá til þess að hann sé bæði auðmeltur og geri köttinn heilbrigðan og sterkan. Breyting á mat viðkvæms kattar getur haft í för með sér margvísleg vandamál og það á að forðast hana eins og mögulegt er.

Í stuttu mál

  • Veljið mat sem er auðmeltur og laus við t.d. hveiti og soja.
  • Takið eftir hvaða mat kötturinn ykkar á erfitt með að melta og reynið að forðast hann.
  • Munið að viðkvæmir kettir þurfa að hafa samfellu í mataræði sínu.

Fullorðnir kettir

Eldri kettir (+8 ára) geta verið alveg jafn skýrir og forvitnir og þeir hafa alltaf verið og haft góða, heilbrigða matarlyst. Hér eru nokkur ráð um það með hverju þið eigið að fylgjast auk nokkurra ráðlegginga um það hvernig þið getið haldið kettinum ykkar heilbrigðum og glöðum á efri árum hans.

Í samanburði við mannfólkið verða kettir seint gamlir og það er oftast ekki fyrr en á tíunda hluta ævi þeirra að þeir fara að taka lífinu með ró. Þar sem matarlystin breytist ekki svo neinu nemur er það erfitt fyrir okkur mannfólkið að taka eftir að þeir séu orðnir eldri. Fyrstu merkin um öldrun eru yfirleitt þau að kötturinn á erfiðara með að hoppa og klifra þar sem liðir eldri katta verða stífari og takmarka hreyfanleikann auk þess sem gæði feldarins minnka. En það er hægt að auðvelda kettinum að komast upp á háa uppáhaldsstaði annaðhvort með því að lækka þá eða koma fyrir litlum rampa.

Eins og alltaf gefur ástand feldarins góða vísbendingu um heilbrigðið. Þar sem tungan í eldri köttum er grófari, flækist feldurinn þegar þeir eru að þrífa hann og það myndast þessi sérstaka lykt sem er kemur úr kirtlum í kinnunum. Hálsinn verður líka stífari þannig að hann nær ekki að þrífa ákveðna staði á líkamanum. Það er auðvelt að ráða bót á flóknum feldi – þið getið einfaldlega burstað köttinn einu sinni til tvisvar í viku eftir tegund og gæðum feldarins.
Ef þið burstið yfirleitt ekki köttinn ykkar þurfið þið líklega að vera þolinmóð þar til hann hefur vanist þessu og þá uppgötvið þið ef til vill að eldri kötturinn ykkar kann fljótt að meta þann tíma sem er varið í útlit hans.

Truflið ekki daglegar venjur kattarins – þær eru alveg jafn mikilvægar fyrir eldri ketti og fyrir ketti á öðrum aldursstigum – lítið þess vegna ekki á hann sem fjörugan kettling. Ef kötturinn er vanur að vera úti og flakka um og veiða megið þið ekki hindra hann í því en reynið samt að hafa auga með honum. Kötturinn ykkar lendir kannski í aðstæðum sem hann ræður ekki við – en þótt hann sé orðinn svolítið eldri táknar það ekki að hann hafi glatað stoltinu.

Í stuttu máli

  • Það er kominn tími til að hægja á sér í lífinu.
  • Auðveldið aðgang að uppáhaldsstöðum sem liggja hátt, t.d. með því að byggja rampa.
  • Hjálpið kettinum að hirða feldinn.
  • Forðist að trufla venjur kattarins.

Kettlingar

Stóra stundin er loks runnin upp og yndislegi nýi kettlingurinn er fluttur inn. Hér getið þið komist að því hvernig þið getið gert heimilið eins notalegt og mögulegt er og gætt þess að þessi leiksjúki orkubolti þrífist í nýjum aðstæðum.

Þótt það sé spennandi fyrir ykkur mun nýja vininum ykkar finnast þetta svolítið erfitt í byrjun – kettir eru vanafastir og kæra sig ekki um breytingar. Það þýðir að þetta getur verið óþægileg upplifun fyrir litla orkuboltann, sérstaklega þar sem kettlingar sem búa ekki yfir neinni lífsreynslu hafa lítið sjálfstraust. Ef kötturinn er borinn ofurliði á þessu stigi getur það leitt til atferlistruflana síðar í lífinu. En hafið samt ekki áhyggjur því það eru nokkur atriði sem þið getið gert til að draga úr áhættunni. Reynið að láta fara eins vel og þið getið um nýja vininn ykkar strax í heimferðinni. Takið teppi frá gamla heimili kettlingsins og setjið það í flutningskassann og síðan í körfuna. Þannig tengir kettlingurinn ykkar lyktina við traust og öryggi og er miklu ánægðari.

Ákveðin lykt, ferómen, hefur líka mikið að segja varðandi það hve ánægður kötturinn ykkar er. Þið getið keypt ferómenúða hjá dýralækninum ykkar og með því að úða honum í flutningskassann og á nokkra staði á heimilinu verður kötturinn ykkar ekki eins stressaður. Margir framleiðendur bjóða líka upp á ferómenkló fyrir innstungur á heimilinu.

Gætið þess að bera kettlinginn ekki ofurliði með allt of mörgum nýjum upplifunum. Látið hann skoða nýju veröldina sína smátt og smátt, eitt herbergi í einu. Fyrstu nóttina eða jafnvel fyrsta dagana ætti kettlingurinn aðeins að vera í einu herbergi. Gætið þess að það séu nokkrir hljóðir felustaðir sem hann getur skriðið á. Komið fyrir ferómenkló eða einhverju svipuðu. Þegar litli vinurinn ykkar hefur aðlagast nýjum heimkynnum og hefur merkt sér svæði með því að nudda höku og kinnum við húsgögnin getið þið leyft honum að kynnast meiru af nýja heimilinu sínu. Munið þó að gera ekki of mikið í einu og opnið aðeins eitt nýtt herbergi á dag. Gætið þess að ekki sé of mikill hávaði og að önnur dýr séu ekki til staðar. Það er líka mikilvægt að lítil börn (og allt of margir hrifnir fullorðnir) haldi sig í ákveðinni fjarlægð fyrstu dagana – öll þessi væntumþykja getur verið svolítið uppáþrengjandi. Ef þið farið eftir þessum ráðum líður ekki á löngu þar til kettlingurinn verður heimavanur og lítur á sig sem fjölskyldumeðlim. Ef þið eruð með kött fyrir í húsinu eigið þið að beita sömu aðferð og þeirri sem er lýst hér að ofan. Látið kettina ykkar fyrst vera hvern í sínu herbergi svo hann geti markað sér svæði með því að nudda sér upp við húsgögnin. Færið síðan kettina til þannig að þeir kynnist lyktinni hver af öðrum í friði og ró og eru þar með betur undirbúnir þegar þeir hitta hver annan. Gleymið ekki að maður fái ekki tækifæri til að koma vel fyrir.

Í stuttu máli um þægindi og öryggi:

  • Teppi af fyrra heimili kettlings veitir honum traust og öryggi  (leggið það í flutningskassann og síðan í körfuna).
  • Ferómenúði eða ferómenkló frá dýralækninum hjálpar kettinum að slaka á.
  • Látið hann kanna nýju heimkynnin sín í litlum skrefum, eitt herbergi í einu.
  • Gætið þess að það séu margir hljóðir felustaðir.